Endjis Kusners (Eyjólfur Garðarsson)
Í dag í Krikanum mættust ÍH og Hörður í Grill 66 deild karla. ÍH-ingar byrjuðu betur og voru mun ákveðnari í byrjun leiks. Eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 9-5. Harðverjar tóku þá vel við sér og eftir 20 mínútna leik voru þeir komnir yfir 13-14. Áfram hélt jafnræðið og var mikið skorað. Varnarleikurinn var svo sannarlega ekki í fyrirúmi hjá báðum liðum. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan 20-20. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Harðverjar byrjuðu betur í seinni hálfleik og komust í 23-25. ÍH-ingar bitu hraustlega frá sér og komust yfir í 27-26 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Seinustu 10 mínúturnar voru Harðverjar klókari og seigari og náðu að komast aftur yfir og halda ÍH frá sér. Mest náðu þeir 3 marka forskoti og ÍH náði aldrei að jafna. Lokatölur leiksins urðu 31-34 fyrir Herði. Góður útisigur hjá Harðverjum og þeirra bíður góð heimferð til Ísafjarðar.
Hjá Herði var Endijs Kusners frábær með 13 mörk og Shuto Takenaka skoraði 9 mörk. Markvarslan skilaði þeim 13 boltum.
Hjá ÍH var Akureyringurinn Bjarki Jóhannsson markahæstur með 12 mörk. Kristján Rafn Oddsson varði 10 skot í markinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.