Norðurlöndin: Nóg af leikjum hjá Íslendingunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísak Gústafsson (Baldur Þorgilsson)

Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð voru Íslendingar í eldlínunni í dag og í gær en það var meðal annars tveir Íslendingaslagir í sænsku úrvalsdeildinni.

Helgin hófst á Íslendingaslag í gærkvöldi þegar Sävehof mætti í heimsókn til Karlskrona. Gestirnir frá Gautaborg reyndust sterkari og unnu flottan sigur, 30-33. Birgir Steinn Jónsson skoraði ekki mark fyrir Sävehof en hann klikkaði á eina skotinu sem hann tók. Fyrir heimamenn sneri Arnór Viðarsson aftur til baka eftir meiðsli en hann skoraði eitt mark úr tveimur skotum.

Í dag fór fram annar Íslendingaslagur þegar Amo tók á móti Kristianstad. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark úr þremur skotum, gaf þrjár stoðsendingar og fékk eina brottvísun fyrir heimamenn sem unnu virkilega sterkan sigur, 32-30. Hjá gestunum var Einar Bragi Aðalsteinsson ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.

Í Noregi unnu Drammen flottan heimasigur á Follo, 34-27 en Ísak Steinsson fékk ekki mörg tækifæri í marki liðsins í dag en hann kom inn á í eitt víti sem honum tókst ekki að verja.

Tryggvi Þórisson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og fékk þrívegis brottvísun fyrir Elverum sem vann þægilegan útisigur á Fjellhammer, 23-31 og styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. Elverum leiðir deildina þremur stigum fyrir ofan Kolstad sem eiga þó tvo leiki til góða.

Að lokum höldum við yfir til Danmerkur en þar tóku Skanderborg á móti Álaborg sem hafði ekki tapað stigi fyrir leik dagsins. Úr varð hörkuleikur og Skanderborg voru nálægt því að ná stigi en að lokum tókst það ekki og meistararnir unnu góðan útisigur, 26-27. Kristján Örn Kristjánsson átti enn og aftur flottan leik fyrir heimamenn en hann skoraði sjö mörk úr níu skotum fyrir liðið.

Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum þegar lið hans Ribe-Esbjerg tapaði með minnsta mun í markaleik á útivelli fyrir Sønderjyske, 38-37.

Að lokum unnu Ringsted langþráðan og góðan sigur á botnliðinu Grindsted, 35-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum á meðan Ísak Gústafsson átti flottan leik fyrir heimamenn og skoraði sex mörk úr sex skotum.

Úrslit dagsins:

Karlskrona 30-33 Sävehof

Amo 32-30 Kristianstad

Drammen 34-27 Follo

Fjellhammer 23-31 Elverum

Skanderborg 26-27 Aalborg

Sønderjyske 38-37 Ribe-Esbjerg

Ringsted 35-31 Grindsted

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top