Norðurlöndin: Holstebro með öflugan útisigur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnór Atlason (Tvis Holstebro)

Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í dag í bæði Danmörku og Noregi en tvö þeirra unnu sinn leik á meðan eitt tapaði.

Í Danmörku unnu TTH Holstebro góðan útisigur á Nordsjælland, 23-30. Jóhannes Berg Andrason skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir lærisveina Arnórs Atlasonar sem fóru sáttir heim með stigin tvö.

Í Noregi unnu meistararnir í Kolstad góðan útisigur á Halden, 23-29 og minnkuðu í leiðinni forskot Elverum niður í eitt stig og Kolstad á að auki leik til góða. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk úr sjö skotum þar af eitt mark úr einu víti og gaf einnig tvær stoðsendingar á meðan Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark úr fjórum skotum á meðan Sigurjón Guðmundsson sat sem fastast á bekknum.

Að lokum tapaði Arendal á heimavelli fyrir Bækkelaget, 22-27 en Dagur Gautason skoraði þrjú mörk úr fimm skotum fyrir heimamenn.

Úrslit dagsins:

Nordsjælland 23-30 TTH Holstebro

Halden 23-29 Kolstad

Arendal 22-27 Bækkelaget

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top