AftureldingAfturelding ((Raggi Óla)
HB Statz var til umræðu í síðasta þætti Handkastsins og þurftu þáttarstjórnendur því miður að senda Skólphreinsun Ásgeirs í heimsókn til nokkra félaga í deildinni. Styrmir Sigurðsson þáttarstjórnadi Handkastsins var ekki ánægður með að það væru ennþá sum lið í deildinni sem væru ekki að ná að manna HB Statz, "skammist ykkar." Sigurjón Friðbjörn tók undir með Stymma og sagði þetta vera óþolandi fyrir hinn almenna handboltaáhugamann. "Maður getur ekki horft á alla leiki, maður er að þjálfa öll kvöld og ég nota HB Statz mjög mikið og síðan eru leikir í Olís deild karla sem eru bara ekki statsaðir." ,,Núna eru þeir ekki einu sinni inní tölfræðinni fyrir deildin" hélt Styrmir áfram og þarf starfsfólk HB Statz því að gera tölfræðina úr leikjunum eftir á. Þannig Skólphreinsu Ásgeirs fer ekki á neitt eitt félags í deildinni að þessu sinni sagði Styrmir. ,,Þið vitið uppá ykkur skömmina, gerði betur og hættið að benda á einhverja pjakka í 3.flokk sem mættu ekki."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.