Rúnar Kárason - Harri Halldórsson (Kristinn Steinn Traustason)
Fram leika lokaleik sinn gegn Elverum í Evrópudeildinni í kvöld í Noregi. Þeir hafa sýnt fína spilamennsku á köflum í riðlinum en hafa ekki ennþá náð að sækja sig. Elverum þarf á sigri að halda til að fara áfram þar sem þeir hafa betri innbirgðis viðureign heldur en Kriens. Rúnar Kárason hefur ekki leikið með Fram í undanförnum leikjum en hann sagði í samtali við Handkastið að hann væri að glíma við meiðsl í kálfa. ,,Kálfarnir á mér eru gjarnir á að togna í miklu álagi eins og hefur verið undanfarið en ég verð vonandi aftur á ferðinni um miðjan desember, vonandi aðeins fyrr." Það er ljóst að Fram mun sakna Rúnars í næstu leikjum en liðið hefur verið í miklu leikjaálagi undanfarið.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.