Brynjar Narfi Arndal FH (Eyjólfur Garðarsson)
Einn efnilegasti leikmaður landsins, Brynjar Narfi Arndal, hinn 15 ára leikmaður FH lauk fyrri hálfleiknum í leik Fram og FH í 12.umferð Olís-deildarinnar með sturluðu undirhandarskoti sem söng í marknetinu í síðustu viku. ,,Við biðum með að sýna besta markið í þessum leik, horfið á þetta. Hinn 15 ára Narfi Arndal,” sagði Hörður Magnússon í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi þegar þeir sýndu þetta ótrúlega mark. ,,Hve rosalegt er þetta mark?” ,,Þetta er geggjað mark. Maður hefur séð hann skora svona mörk í yngri flokkum en að gera þetta í meistaraflokki. Þetta er sturlað,” sagði Ásbjörn Friðriksson sem lék með Narfa í FH á síðustu leiktíð og hefur fylgst með honum upp yngri flokka félagsins. Narfi er enn gjaldgengur í 4.flokki FH. ,,Það er brunafar á enninu á Breka í markinu,” bætti Einar Ingi við.
Þetta sturlaða mark Brynjars Narfa Arndal má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.