Sjáðu sturlað mark hins 15 ára Narfa Arndals
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Brynjar Narfi Arndal FH (Eyjólfur Garðarsson)

Einn efnilegasti leikmaður landsins, Brynjar Narfi Arndal, hinn 15 ára leikmaður FH lauk fyrri hálfleiknum í leik Fram og FH í 12.umferð Olís-deildarinnar með sturluðu undirhandarskoti sem söng í marknetinu í síðustu viku.

,,Við biðum með að sýna besta markið í þessum leik, horfið á þetta. Hinn 15 ára Narfi Arndal,” sagði Hörður Magnússon í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi þegar þeir sýndu þetta ótrúlega mark.

,,Hve rosalegt er þetta mark?”

,,Þetta er geggjað mark. Maður hefur séð hann skora svona mörk í yngri flokkum en að gera þetta í meistaraflokki. Þetta er sturlað,” sagði Ásbjörn Friðriksson sem lék með Narfa í FH á síðustu leiktíð og hefur fylgst með honum upp yngri flokka félagsins. Narfi er enn gjaldgengur í 4.flokki FH.

,,Það er brunafar á enninu á Breka í markinu,” bætti Einar Ingi við.


Þetta sturlaða mark Brynjars Narfa Arndal má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top