Arnar Freyr Arnarsson ((Baldur Þorgilsson)
Riðlakeppnin í Evrópudeildinni lauk í gær og það er því komið á hreint hvaða sextán félög komust áfram í milliriðla keppninnar en leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum þar sem liðin sem voru saman í riðlunum taka með sér stigin inn í milliriðlanna. Átta Íslendingalið eru í hópi þeirra sextán liða sem komust áfram úr riðlakeppninni. Í 1.riðlinum er ekkert Íslendingalið en í riðli tvö eru þrjú Íslendingalið, Skanderborg, Porto og Elverum en auk þess er spænska liðið, Granollers. Í riðli þrjú eru einnig þrjú Íslendingalið þau, Melsungen, Benfica og Kristianstad en auk þess er Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu. Í fjórða riðlinum er síðan Kadetten frá Sviss þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með. Keppni í milliriðlum hefst 17. febrúar og þeir eru þannig skipaðir: 1. riðill: 2. riðill: 3. riðill: 4. riðill:
Flensburg, Þýskalandi - 4 stig
Kiel, Þýskalandi - 4 stig
Bidasoa, Spáni - 0 stig
Montpellier, Frakklandi - 0 stig
Skanderborg, Danmörku (Kristján Örn Kristjánsson) - 2 stig
Porto, Portúgal (Þorsteinn Leó Gunnarsson) - 2 stig
Granollers, Spáni - 2 stig
Elverum, Noregi (Tryggvi Þórisson) - 2 stig
Melsungen, Þýskalandi (Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson) - 4 stig
Vardar Skopje, Norður-Makedóníu - 2 stig
Kristianstad, Svíþjóð (Einar Bragi Aðalsteinsson) - 2 stig
Benfica, Portúgal (Stiven Tobar Valencia) - 0 stig
Hannover-Burgdorf, Þýskalandi (Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari) - 2 stig
Nexe, Króatíu - 2 stig
Fredericia, Danmörku - 2 stig
Kadetten, Sviss (Óðinn Þór Ríkharðsson) - 2 stig

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.