Hefur misst nokkur kíló – Treyjan orðin of stór
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Oscar Lykke (Egill Bjarni Friðjónsson)

Oscar Lykke danski leikmaðurinn í liði Aftureldingar átti sennilega sinn besta leik á tímabilinu í sigri Aftureldingar á toppliði Hauka í 12.umferð Olís-deildarinnar í síðustu viku en leikurinn fór fram í Myntkaup-höllinni í Mosfellsbæ.

Afturelding vann leikinn sannfærandi með níu mörkum 31-22 en liðið fær HK í heimsókn í 13.umferð deildarinnar í kvöld klukkan 19:30.

Einar Ingi Hrafnsson og Ásbjörn Friðriksson voru gestir Harðar Magnússonar í Handboltahöllinni á mánudagskvöldið og voru virkilega ánægðir með frammistöðu Lykke í leiknum gegn Haukum.

,,Sá danski var frábær. Hann var geggjaður í 1.umferðinni gegn Haukum og mætir svo aftur núna og var algjörlega frábær. Hann skoraði mikið og var að taka á skarið. Manni finnst eins og hann sé, jafnvel aðeins léttari á sér. Ég held að hann sé búinn að missa einhver sjö kíló og treyjan er orðin of stór á hann. Hann þarf nýja treyju eftir áramót,” sagði Einar Ingi meðal annars í Handboltahöllinni.

Umræðuna um Oscar Lykke má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 44
Scroll to Top