Viktor Gísli og félagar í Barca eru í góðri stöðu í Meistaradeildinni (Javier Borrego / Spain DPPI / AFP)
Þrír leikir fóru fram í tíundu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem einn Íslendingur var í eldlínunni. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barca unnu stórsigur á PSG 38-33 eftir að hafa verið 26-16 yfir í hálfleik. Aleix gómez var markahæstur hjá Barca með 10 mörk og stórleikur Elohim Prandi sem skoraði 14 mörk dugði skammt. Viktor Gísli varði 2 af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í leiknum og var með 15,4% markvörslu. Álaborg unnu þriggja marka sigur 27-30 í heimsókn þeirra til Dinamo Bucuresti. Simon Hald Jensson var markahæstur í danska liðinu með 6 mörk og þeir Branko Vujovic og Calin Dedu gerðu báðir 5 mörk fyrir Bucuresti. HC Zagreb unnu 27-23 sigur á Eurofarm Pelister. Filip Glavas var markahæstur hjá HC Zagreb með 10 mörk og Filip Kuzmanovski skoraði 7 mörk fyrir Eurofarm Pelister. Úrslit kvöldsins og staðan í riðlunum: B riðill:
A riðill:
Dinamo Bucuresti - Álaborg 27-30
HC Zagreb - Eurofarm Pelister 27-23
Barca - PSG 38-33

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.