Kolstad unnu frábæran sigur á Mathias Gidsel og Berlínarrefunum (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Fimm leikir fóru fram í tíundu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og svo oft áður voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni. Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém fengu Orra Frey Þorkelsson og félaga í Sporting í heimsókn. Veszprém unnu eins marks sigur 32-31 eftir að hafa verið 19-14 yfir í hálfleik. Bjarki Már var mættur aftur í leikmannahóp Veszprém eftir að hafa verið frá en tókst ekki að komast á blað. Orri Freyr var hinsvegar markahæstur í liði Sporting með 8 mörk úr 8 skotum. Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Kolstad komu öllum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu stjörnuprýtt lið Fucshe Berlin í Trondheim Spektrum 28-24. Benedikt Gunnar skoraði 2 mörk og Sigvaldi skoraði 1. Janus Daði Smárason fór í heimsókn til fyrrum félaga sinna í Magdeburg með liði sínu Pick Szeged. Magdeburg hélt uppteknum hætti og vann 8 marka sigur 40-32. Gísli Þorgeir Kristjánsson hélt upp á trúlofun sína og var markahæstur í liði Magdeburgar með 6 mörk. Ómar Ingi Magnússon skoraði 4, Elvar Örn Jónsson 2 og Janus Daði skoraði 4 mörk fyrir Pick Szeged. Industria Kielce unnu 4 marka sigur í heimsókn sinni til Nantes 29-33. Leopold Noam var markahæstur hjá HBC Nantes með 8 mörk og Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Kielce með 7 mörk. Þá unnu GOG 34-35 sigur á Wisla Plock þar sem Frederik Friche Bjerre var markahæstur í liði GOG með 9 mörk og Melvyn Richardson var markahæstur í liði Wisla Plock með 9 mörk. Úrslit kvöldsins og staðan riðlunum: B riðill:
A riðill:
Kolstad - Fuchse Berlin 28-24
Veszprém - Sporting 32-31
HBC Nantes - Industria Kielce 29-33
Wisla Plock - GOG 34-35
Magdeburg - Pick Szeged 40-32

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.