Andri Erlingsson (IHF)
Einar Ingi Hrafnsson og Ásbjörn Friðriksson voru virkilega hrifnir af frammistöðu Andra Erlingssonar leikmanns ÍBV í sigri liðsins gegn HK í 12.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku. Farið var yfir hans frammistöðu í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans og afar athyglisverða fellu hans er hann virtist fella liðsfélaga sinn í yngri landsliðinu, Ágúst Guðmundsson leikmann HK viljandi. ,,Hann er í undirhandarskotunum, hann er í gegnum brotunum og hann er að stökkva upp auk þess er að spila leikmennina uppi. Hann var algjörlega frábær. Hann tók yfir leikinn í seinni hálfleiknum,” sagði Einar Ingi Hrafnsson um Andra Erlingsson. ,,Það er jafnt þegar níu mínútur eru eftir af leiknum og þá mætir hann og neglir síðasta naglann í HK-ingana,” bætti Einar Ingi við. ÍBV heimsækir Stjörnuna heim í kvöld klukkan 17:00 í 13.umferð Olís-deildar karla. Umfjöllunina má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.