Staðfestir að hafa haft samband við Ágúst Elí
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Elí Björgvinsson (Petr David Josek / POOL / AFP)

Ágúst Elí Björgvinsson rifti samningi sínum við danska félagið Ribe-Esbjerg í síðasta mánuði og er án félags um þessar mundir. Ágúst Elí er ekki í 35 leikmannahópi Snorra Steins fyrir EM sem tilkynntur var á dögunum.

Ágúst Elí sagði í samtali við Handkastið á dögunum að hann hafi heyrt í félögum bæði hér heima og erlendis. Handkastið hafði heyrt af því að eitt af þeim félögum væri KA sem sitja í 4.sæti Olís-deildarinnar.

Jón Heiðar Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar KA staðfesti í samtali við Handkastið að þeir hafi heyrt í Ágústi Elí.

,,Við höfum haft samband og athugað stöðuna,” sagði Jón Heiðar sem vildi annars lítið gefa upp annað en að þeir væru sáttir við liðið eins og það væri skipað um þessar stundir.

KA tapaði gegn Haukum í vikunni í 13.umferð Olís-deildarinnar 42-38 en liðið mætir Aftureldingu í næstu viku á heimavelli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top