HK (Raggi Óla)
Í dag mættust HK 2 og ÍH í Kórnum í Grill 66 deild karla.
Í fyrri hálfleik var þónokkuð um sveiflur í leiknum. HK byrjaði betur en ÍH náði svo að komast yfir eftir rúman 10 mínútna leik. Svo var mikið jafnræði út allan fyrri hálfleikinn. Stál í stál ef svo má segja. Voru hálfleikstölur 16-15 fyrir HK 2.
HK-ingar mættu mun ákveðnari til leiks inn í seinni hálfleikinn og náðu 5 marka forskoti þegar korter lifði leiks. Eftir það var ekki aftur snúið og voru ÍH-ingar ekki líklegir til að ná að jafna leikinn. HK-ingar sigldu þessum leik svo hægt og rólega heim og uppskáru að lokum 37-30 sigur. Sanngjarn og öruggur hjá heimamönnum.
Hjá HK 2 var Örn Alexandersson atkvæðamestur með 11 mörk. Patrekur Jónas varði 12 bolta í markinu.
Hjá ÍH var Þórarinn Þórarinsson atkvæðamestur með 6 mörk. Markmenn þeirra náðu sér ekki á strik og klukkuðu aðeins 5 bolta.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.