Sigurjón Bragi Atlason - Hvíti riddarinn (Eyjólfur Garðarsson)
Í dag mættust Hvíti Riddarinn og Valur 2 í Myntkaup höllinni í Grill 66 deild karla.
Valur 2 skoraði fyrstu 2 mörkin í leiknum en síðan var mjög mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að hafa forskotið. Hvíti Riddarinn hafði forskot þegar flautað var til hálfleiks og var staðan 18-16 þegar gengið var til búningsherbergja.
Í seinni hálfleik náði Hvíti Riddarinn fljótt 4 marka forskoti sem þeir náðu að halda vel í allan seinni hálfleikinn. Valsarar náðu mest að minnka muninn niður í 2 mörk þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum og gerðu þeir sig líklega til að hleypa leiknum í spennu en nær komust þeir einfaldlega ekki. Liðsmenn Hvíta Riddarans voru einfaldlega sterkari síðustu mínúturnar og sigruðu að lokum 31-27.
Hjá Hvíta Riddaranum var Sigurjón Bragi Atlason yfirburðarmaður. Varði hann 21 skot. Hornamaðurinn Leó Halldórsson skoraði 6 mörk og var atkvæðamestur hjá þeim.
Hjá Val 2 var Dagur Leó Fannarsson markahæstur með 8 mörk. Anton Máni og Jens vörðu samtals 11 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.