Einar Jónsson (Eyjólfur Garðarsson)
Íslands- og bikarmeistarar Fram töpuðu gegn FH í 12.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku á heimavelli, 28-30 eftir hálf endurkomu undir lok leiks en FH náði mest átta marka forystu. Framarar verða í eldlínunni í dag þegar liðið heimsækir nýliða Þórs í 13.umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en þremur stigum munar á liðunum. Í handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var farið yfir slæman kafla í leiknum hjá Fram í stöðunni 20-24 fyrir FH. Einar Jónsson þjálfari Fram tók leikhlé og í kjölfarið skoruðu FH-ingar tvö mörk úr hraðarupphlaupi eftir agaleysi Framara í sókninni. Ásbjörn Friðriksson og Einar Ingi Hrafnsson voru gestir í Handboltahöllinni og þeir voru sammála því að á þessum kafla í leiknum hafi Framarar kostað frá sér leiknum.
Hægt er að sjá kaflann og umfjöllunina hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.