Norðmenn án reynslu mikils leikmanns á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Magnus Rod (Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Liðsfélagi Janusar Daða Smárasonar hjá Pick Szeged, Magnus Rød er meiddur og verður ekki með norska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar. Þetta varð staðfest er 35 manna listi norska landsliðsins var gefinn út í vikunni.

Magnus Rød gaf ekki kost á sér á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 og á HM í Króatíu í janúar þurfti Magnus Rød að yfirgefa norska landsliðið á miðju móti vegna meiðsla. Á EM 2020 meiddist Rød einnig og gat ekki klárað mótið með Norðmönnum og svona mætti lengja telja.

Nú er Norðmaðurinn að glíma enn og aftur við meiðsli sem útiloka að hann geti leikið með norska landsliðinu á EM sem fram fer í heimalandi leikmannsins auk Svíþjóðar og Danmerkur.

Rød sem er á sínu öðru ári með Pick Szeged, lék eitt tímabil með Kolstad á árunum 2023/2024 en þar áður lék hann sex ár með Flensburg í Þýskalandi.

Hann á að baki 100 landsleiki fyrir Noreg og vann til silfurverðlauna með Noregi á HM 2017 og 2019 og bronsverðlauna á EM 2020.

Annars virðast allir helstu leikmenn norska landsliðsins vera klárir fyrir EM sem hefst um miðjan janúar ef marka má 35 manna listann sem tilkynntur var á dögunum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top