Sá spænski sagði upp
{{brizy_dc_image_alt entityId=

 ((Photo by firo Sportphoto/Jvºrgen Fromme / augenklick/firo Sportphoto / dpa Picture-Alliance via AFP)

Spænski þjálfarinn Rubén Garabaya hefur sagt starfi sínu lausu hjá meistaradeildarliði Eurofarm Pellster.

Rubén tók við liðinu í sumar af landa sínum Raúl Alonso sem fór til Leipzig en var rekinn þaðan á dögunum.

Jafnteflið gegn Monsa og félögum í Alkaloid síðustu helgi og tap gegn Zagreb í vikunni voru síðustu leikir Ruben með Eurofarm.

„Ég vil undirstrika það að eftir leikinn gegn Alkaloid fann ég ekki fyrir stuðningi frá félaginu og leikmönnum. Ég bjóst við viðbrögðum í Zagreb, en þar sem þau viðbrögð komu ekki, ákvað ég að kalla þetta gott. Ég tel að brotthvarf mitt á þessari stundu muni vekja jákvæð viðbrögð hjá liðinu og leikmönnunum. Ég vil þakka öllum leikmönnunum sem ég hef átt frábært samband við fyrir áframhaldandi keppnistímabil og óska ​​þeim velgengni á þessu tímabili. og ég óska ​​þeim góðs gengis í framtíðinni,“ sagði Garabaya í samtali við fjölmiðla.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top