Viktor Gísli, Orri Freyr og Stiven í sigurliðum í kvöld
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Gísli Hallgrímsson (Javier Borrego / Spain DPPI / AFP)

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð allan tímann í marki Barcelona í kvöld þegar liðið mætti Torrelavega í spænsku úrvalsdeildinni.

Barcelona vann átta marka sigur, 35-27 og eru á toppi deildinnar með fullt hús stiga. Viktor Gísli varði 15 skot í leiknum eða tæplega 36% skota sem komu á hann.

Orri Freyr Þorkelsson var í sigurliði Sporting í kvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Arsenal Clube de Devesa 43-22 á heimavelli.

Stiven Tobar Valencia og félagar hans í Benfica unnu Vitoria SC 33-22 á heimavelli í portúgölsku deildinni.

Sporting er á toppi deildinnar með 48 stig en Benfica eru í 2.sæti deildinnar með 44 stig. Tölfræði úr leikjunum lá ekki fyrir nú rétt undir miðnætti.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top