Er Smits á leið til Danmerkur?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Xenia Smits (Franks Cilius / Ritzau Scanpix via AFP)

Samkvæmt heimildum TV 2 Sport í Danmörku heldur kvennalið Odense áfram að styrkja lið sitt fyrir næsta tímabil en félagið kynnti nýlega að rússneski leikmaðurinn, Anna Vyakhivera myndi ganga í raðir félagsins næsta sumar frá franska stórliðinu Brest.

Nú er hinsvegar þýska landsliðskonan, Xenia Smits einnig á leiðinni til Odense samkvæmt TV 2 Sport.

Smits, 31 árs og lék lykilhlutverk með þýska landsliðinu á HM en liðið fór í fyrsta skipti í úrslit í 32 ár en tapaði gegn norska landsliðinu í úrslitaleik.

Hún var efst á HM-tölfræðinni yfir flesta stolna bolta í öllu mótinu.

Xenia Smits þekkir núverandi þjálfara Odense, Jakob Vestergaard frá tíma þeirra saman með Ludwigsburg í Þýskalandi. Hún fór frá Ludwigsburg þegar félagið fór á hausinn í ágúst og spilar nú með Metz í Frakklandi.

Odense Handball hefur ekki viljað tjá sig um sögusagnirnar um samning við Xeniu Smits.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top