Xenia Smits (Franks Cilius / Ritzau Scanpix via AFP)
Samkvæmt heimildum TV 2 Sport í Danmörku heldur kvennalið Odense áfram að styrkja lið sitt fyrir næsta tímabil en félagið kynnti nýlega að rússneski leikmaðurinn, Anna Vyakhivera myndi ganga í raðir félagsins næsta sumar frá franska stórliðinu Brest. Nú er hinsvegar þýska landsliðskonan, Xenia Smits einnig á leiðinni til Odense samkvæmt TV 2 Sport. Smits, 31 árs og lék lykilhlutverk með þýska landsliðinu á HM en liðið fór í fyrsta skipti í úrslit í 32 ár en tapaði gegn norska landsliðinu í úrslitaleik. Hún var efst á HM-tölfræðinni yfir flesta stolna bolta í öllu mótinu. Xenia Smits þekkir núverandi þjálfara Odense, Jakob Vestergaard frá tíma þeirra saman með Ludwigsburg í Þýskalandi. Hún fór frá Ludwigsburg þegar félagið fór á hausinn í ágúst og spilar nú með Metz í Frakklandi. Odense Handball hefur ekki viljað tjá sig um sögusagnirnar um samning við Xeniu Smits.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.