Nebosja Simic (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)
Didier Dinart sem er í veikindaleyfi sem þjálfari franska B-deildarliðsins Ivry er í engu veikindaleyfi sem þjálfari Svartfellinga. Hann hefur valið lokahóp sinn fyrir Evrópumótið sem framundan er. Þar verða Svartfellingar án markvarðar síns, Nebojsa Simic leikmanns Melsungen sem sleit krossband fyrr á árinu og er enn í endurhæfingu eftir meiðslin. Svartfellingar eru í D-riðli Evrópumótsins með Slóveníu, Sviss og Færeyjum í riðli en komist Svartfellingar og Íslands áfram upp úr sínum riðlum mætast liðin í milliriðli keppninnar í Malmö. EM hóp Didier Dinart má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.