Handkastið Podcast (
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Jónsson mættu í Rapyd stúdíó Handkastsins og gerðu upp leik Ísland gegn Frakklandi sem fram fór í París í dag. Snorri Steinn var a´ línunni og sagðist heilt yfir vera ánægður með helgina í París en strákarnir fá frí á morgun til að spóka sig um í borg ástarinnar. Einar segir að við getum alveg gert kröfu á að íslenska liðið fari alla leið í undanúrslit á Evrópumótinu miðað við mannskap og mótherja. Heil umferð var í Olísdeild kvenna um helgina og eru Valur og ÍBV ennþá hnífjöfn á toppi deildarinnar en það dróg til tíðinda á botninum. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.