Norðurlöndin: Sävehof áfram á sigurbraut
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Klara Þorkelsdóttir (FEDERICO GAMBARINI / AFP)

Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni um helgina í efstu deild kvenna í Svíþjóð en Sävehof hélt áfram góðu skriði sínu með sigri á Skövde í hörkuleik á heimavelli.

Lokatölurnar í Partille Arena voru 29-28 en sigurmarkið kom 40 sekúndum fyrir leikslok og Sävehof því áfram í efsta sæti deildarinnar nú með tólf sigra úr þrettán leikjum. Elín Klara Þorkelsdóttir hafði frekar hægt um sig miðað við venjulega en hún skoraði fimm mörk úr sjö skotum en þar af voru tvö mörk úr tveimur vítum en að auki bætti hún við einni stoðsendingu.

Kristianstad tapaði með minnsta mun á útivelli fyrir Kungälvs HK, 26-25 í gær. Berta Rut Harðardóttir komst ekki á blað á þessu sinni en hún klikkaði öllum þremur skotum sínum. Liðið er því áfram í mikilli baráttu um sæti í 8 liða úrslitakeppnina en liðið situr í áttunda sæti stigi á undan Skuru.

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark úr fjórum skotum fyrir Skara sem unnu góðan heimasigur á Aranäs, 29-24. Skara á fínu róli í þriðja sæti deildarinnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 7
Scroll to Top