Anton Gylfi Pálsson Jónas Elíasson dómari (Raggi Óla)
Íslenska dómaraparið Anton Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma fyrsta leik Evrópumótsins á fimmtudaginn næstkomandi en mótið fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. EHF hefur birt lista yfir þau dómarapör sem munu dæma fyrstu leiki mótsins. og þar kemur fram að Anton og Jónas munu dæma leik Spánar og Serbíu í A-riðli á fimmtudaginn kemur en leikurinn fer fram í Herning í Danmörku EHF hefur einnig gefið út hverjir munu dæma fyrsta leik Íslands sem mætir Ítalíu á föstudaginn en það eru Spánvejarnir Marin Andreu og Garcia Ignacio sem koma til með að dæma þann leik.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.