Ásdís Þóra framlengir við Val
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ásdís Þóra Ágústsdóttir (Baldur Þorgilsson)

Handknattleiksdeild Vals og Ásdís Þóra Ágústsdóttir hafa gert samkomulag um að framlengja samning hennar við félagið. Nýr samningur Ásdísar við Val gildir nú til júní 2029.

Ásdís Þóra, sem er 23 ára gömul og uppalin í félaginu, hefur lengi verið ein af lykilmönnum liðsins, en hennar fyrsta tímabil í meistaraflokki var 2017/2018. Hún hefur skorað 30 mörk í Olís-deildinni á þessu tímabili. Ásdís Þóra lék með öllum yngri landsliðum Íslands og var á samning hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi um tíma.

,,Ég er mjög ánægður með að Ásdís hafi framlengt við félagð. Hún er útsjónasamur leikstjórnandi sem hefur frábær skot og gott auga fyrir spili. Ásdís er, frábær liðsfélagi sem hefur mikinn metnað að halda áfram að þróa sinn leik á næstu árum. Það verður gaman að vinna með henni áfram,“ sagði Anton Rúnarsson þjálfari liðsins eftir að hún framlengdi samning sinn við félagið.

Ásdís Þóra hefur einnig þjálfað yngri flokka Vals við góðan orðstýr í nokkur ár og verið liðstjóri U-liðsins undanfarin tvö ár.

,,Stjórn handknattleiksdeildar Vals er mjög ánægð með samkomulagið og hlakkar til að sjá Ásdísi Þóru áfram í Valsbúningum á komandi árum," segir ennfremur í tilkynningunni frá Val.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 8
Scroll to Top