Nils Lichtlein (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)
Handknattleiksmaðurinn Nils Lichtlein, leikmaður Þýskalandsmeistara Füchse Berlín, meiddist á æfingu með þýska landsliðinu í gær en aðeins tveir dagar eru í að Þjóðverjar spili sinn fyrsta leik á Evrópumótinu en Þýskaland leikur í riðli með Austurríki, Serbíu og Spánverjum. Lichtlein er mikilvægur leikmaður í þýska landsliðinu en hann meiddist á vinstri fæti og segulómun staðfesti meiðslin. Lichtlein ferðaðist þó ásamt liðinu til Danmerkur en mikil óvissa er hvort hann geti tekið þátt á mótinu í ár. Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins en liðið mætir Austurríki í A-riðli í Herning í Danmörku á fimmtudaginn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.