Matea Lonac (Egill Bjarni Friðjónsson)
Nýliðar KA/Þórs í Olís-deild kvenna unnu fyrsta leik nýs árs þegar ÍR-stelpur komu í heimsókn í KA-heimilið síðasta laugardag. KA/Þór hóf leikinn í 7 á 6 og spiluðu síðan hörkuvörn. Fjallað var um sigurinn í Handboltahöllinni í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans síðasta mánudagskvöld. Þar voru þau Rakel Dögg Bragadóttir og Ásbjörn Friðriksson gestir Harðar Magnússonar. ,,Það sem mér finnst KA/Þór hafa gert vel í vetur er að þær hafa náð upp stöðugleika varnarlega. Þó að vissulega hafi komið upp eitt og eitt slæmt tap. En varnarleikurinn er mjög þéttur og síðan með Matea Lonac fyrir aftan,” sagði Rakel Dögg meðal annars um leik KA/Þórs. ,,Hún hefur verið misgóð á tímabilinu en það hefur munað þegar hún hefur verið að verja,” bætti Ásbjörn Friðriksson við. Umfjöllun Handboltahallarinnar um sigur KA/Þórs gegn ÍR má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.