Vuko Borozan riftir samning við Vardar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Vuko Borozan (PETER KNEFFEL / dpa Picture-Alliance via AFP)

Svartfellski landsliðsmaðurinn Vuko Borozan og RK Vardar hafa í sameiningu komist að samkomulagi um að rifta samningi hans með tafarlausum hætti, aðeins nokkrum dögum fyrir Evrópumótið.

Sama gerðist árið 2024 þegar Borozan rifti samningi sínum við RK Lovcen rétt fyrir Evrópumótið sem er mjög áhugavert verður að segjast.

Vuko Borozan sem er fæddur árið 1994 og er 31. árs gamall hefur komið víða við á ferlinum og leikið meðal annars með Telekom Veszprém. Vuko lék með RK Vardar tímabilin 2016 - 2019 og gékk svo aftur til félagsins árið 2024 en er nú á förum frá RK Vardar.

Svartfjallaland hefur keppni á Evrópumótinu á föstudaginn þegar liðið mætir Slóveníu. Færeyjar og Sviss leika einnig í þeim riðli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top