Elín Klara Þorkelsdóttir (KERSTIN JOENSSON / AFP)
Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sex mörk þegar lið hennar Sävehof vann öruggan níu marka sigur 35:24 gegn Kungalvs í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Lið hennar hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu og er með 13 sigra í 14 leikjum. Liðið er með 26 stig á toppi deildarinnar fimm stigum á undan Önnereds sem á leik til góða.
Elín Klara hefur farið á kostum með liði Sävehof og er nú orðin markahæsti leikmaður deildarinnar með 93 mörk í 14 leikjum sem gera rúm 6,6 mörk að meðaltali í leik. Heldur betur frábært fyrsta tímabil hjá henni í atvinnumennsku erlendis.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.