Dagný Þorgilsdóttir (FH)
Vinstri hornamaðurinn, Dagný Þorgilsdóttir leikmaður FH í Grill66-deildinni hefur framlengt samningi sínum við FH til loka tímabils 2028. Félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum á dögunum. ,,Dagný sem er fædd árið 2008 er virkilega efnilegur leikmaður sem reglulega hefur verið í landsliðshópum yngri landsliða Íslands. Við hlökkum til að sjá hana vaxa og dafna enn frekar á fjölum Kaplakrika næstu árin," segir í tilkynningu frá FH. FH er um miðja deild í Grill66-deildinni en Dagný er á miðári í 3.flokki og því enn gjaldgeng í 3.flokk félagsins. FH fer í heimsókn í Kórinn á föstudagskvöldið og mætir þar toppliði HK klukkan 19:00. Það má gera ráð fyrir því að Dagný Þorgilsdóttir verði í eldlínunni í þeim leik.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.