Harðverjar keyra vestur með 2 stig – Neto með skrautsýningu í Myntkaup höllinni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Endjis Kusners (Eyjólfur Garðarsson)

Hvíti riddarinn fengu í dag Harðarmenn frá Ísafirði í heimsókn í Myntkaup höllina í Mosfellsbæ.

Fyrstu 45 mínúturnar var þetta algjör hörkuleikur og afar lítið á milli liðanna. En þá tóku Harðar menn hressilega við sér, settu í aukagír og spóluðu yfir Mosfellinga. Lokatölur 22-29 fyrir Hörð eftir að það hafði verið jafnt í hálfleik 14-14.

Óhætt er að segja að Jose Esteves Lopes Neto hafi átt stórleik en hann setti 13 mörk og bauð upp á skrautsýningu. Stefán Freyr Jónsson var líka öflugur í markinu hjá Harðverjum en hann varði 14 skot.

Hjá Hvíta Riddaranum dreifðist markaskorunin mjög jafnt en þeir Andri Freyr Friðriksson og Haukur Guðmundsson voru báðir með 4 mörk. Markmenn þeirra áttu líka góðan dag með samtals 19 skot varin þeir Sölvi Þór og Eyþór.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top