Rekinn eftir þriggja mánaða veru – Zamalek leitar til Skandinavíu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Franck Maurice (Ahmed Mosaad / NurPhoto via AFP)

Franski þjálfarinn, Franck Maurice var rekinn um helgina sem þjálfari egypska liðsins Zamalek sem lék á heimsmeistaramóti félagsliða í síðustu viku.

Maurice tók við liðinu fyrir þremur mánuðum en eins og Handkastið greindi frá í sumar var Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands í viðræðum við Zamalek að taka við liðinu.

Eftir að Snorri Steinn gaf það frá sér var Maurice ráðinn þjálfari Zamalek. Maurice þjálfaði Snorra Stein hjá Nimes á sínum tíma.

Samkvæmt heimildum Handkastsins var Franck Maurice ávalt talin skammtímalausn fyrir Zamalek en samkvæmt okkar heimildum hefur Zamalek verið í leit af framtíðarþjálfara félagsins allt frá því að Maurice var ráðinn.

Hefur félagið stefnt að því að finna sér skandinavískan þjálfara og hefur leit þeirra meiri segja verið hér á Íslandi. Sú leit hefur hinsvegar ekki borið árangur. 

Zamalek hefur ásamt Al Ahly verið öflugust handknattleikslið Egyptalands síðustu ár. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top