Erlendar fréttir: Íslendingar í eldlínunni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Erlendar fréttir á einum stað. ((Eyjólfur Garðarsson)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Föstudaginn 17.október

21:20: Elvar skoraði eitt og Ágúst Elí ekki í hóp

Tveir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Skjern og Ribe-Esbjerg skildu jöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld 25-25. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir Ribe-Esbjerg og landsliðsmaðurinn Ágúst Elí var ekki í leikmannahópi liðsins.

Andreas Haagen var með 12 varða bolta, 37% markvörslu og Niklas Kraft var með eitt skot varið af þeim þremur sem hann fékk á sig.

Bjerringbro-Silkeborg vann eins marks sigur á Nordsjælland á útivelli í kvöld 28-29 þar sem Rasmus Lauge og Lasse Sunde Lid voru markahæstir með sex mörk hvor.

Nikolaj Larsson var markahæstur í liði Nordsjælland með sjö mörk úr tíu skotum.

21:00: Viktor Gísli og félagar unnu naumlega

Barcelona vann Bidasoa Irun með tveggja marka mun í spænsku deildinni í kvöld 33-31 eftir að hafa verið 17-15 yfir í hálfleik. Bidasoa Irun er í 3.sæti deildarinnar en Barcelona er að vanda á toppi deildairnnar með fullt hús stiga.

18:45: Stiven skoraði fimm mörk

Stiven Tobar Valencia átti góðan leik fyrir Benfica þegar liðið vann öruggan útisigur á Marítimo 39-29, í portúgölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stiven skoraði fimm mörk í leiknum.

Benfica er í öðru sæti með 21 stig jafnmörg og topplið Sporting sem á leik til góða.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 16.október

19:15: Holstebro með stórt tap á heimavelli

Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en Jóhannes Berg Andrason átti erfitt uppdráttar þegar TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar tapaði illa fyrir HØJ Elite á heimavelli, lokatölur 25-34. Jóhannes Berg skoraði aðeins eitt mark úr þremur skotum.

19:10: Karlskrona með jafntefli á heimavelli

Arnór Viðarsson var ekki í liði Karlskrona sem mætti VästeråsIrsta á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 28-28 í hörkuleik.

Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 14.október

19:45: Amo með sigur í sænsku deildinni

Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik fyrir lið sitt Amo þegar þeir unnu Önnereds á útivelli, 34-40. Arnar Birkir skoraði fimm mörk úr níu skotum og bætti við fimm stoðsendingum.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 11.október:

20:00: Orri Freyr markahæstur

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Sporting ásamt Martim Costa með sjö mörk í 45 - 28 sigri liðsins á FC Gaia í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag.

17:40: Óðinn Þór skoraði fjögur mörk

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þar af þrjú úr vítaskotum í sex marka sigri Kadetten Schaffhausen gegn RTV Basel í Sviss í dag. Lokatölur 29-35 Kadetten í vil.

Kadetten eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tíu leiki. 

17:35: Hákon Daði og Tjörvi skoruðu fjórtán mörk

Hákon Daði Styrmisson var markahæstur á vellinum í ellefu marka sigri Eintracht Hagen á Oppenweiler/Backnang í þýsku B-deildinni í dag.

Hákon Daði skoraði tíu mörk í leiknum en Hagen eru í 2.sæti þýsku B-deildarinnar með ellefu stig að loknum sjö leikjum.

Tjörvi Týr Gíslason skoraði fjögur mörk fyrir Oppenweiler/Backnang en liðið situr á botni deildarinnar með tvö stig.

17:35: Bjarki Már skoraði fjögur mörk

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Veszprém í átta marka sigri liðsins gegn Gyongyosi í ungversku úrvalsdeildinni í dag. Veszprém unnu leikinn 36-28. Öll mörk Bjarka komu af vítalínunni en hann var með 100% vítanýtingu í leiknum.

17:30: Monsi skoraði tvö mörk

Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði tvö mörk í sigri Alkaloid gegn HC Butel Skopje í Norður-Makedónísku úrvalsdeildinni. Alkaloid vann leikinn með sjö mörkum 32-25 og er í 2.sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Vardar.

17:17: Stiven skoraði tvö mörk

Stiven Tobar Valencia skoraði tvö mörk í 26-22 sigri Benfica á Águas Santas í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag.

17:00: Blomberg Lippe með sigur

Íslendingalið Blomberg-Lippe unnu 29-20 sigur á Neckarsulm í þýsku úrsvalsdeildinni. Elín Rósa Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen skoruðu tvö mörk hvor og Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði eitt. Blomberg Lippe er með fullt hús stiga á toppi deildarinnará meðan Neckarsulm er í 3.sæti með sex stig.

Erlendar fréttir: Föstudaginn 10.október

21:20: Sigur hjá Elverum - Tryggvi mættur aftur

Það fór einn leikur fram í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Elverum tók á móti Follo á heimavelli. Tryggvi Þórisson var mættur aftur í lið Elverum en hann skoraði þó ekkert í kvöld. Heimamenn unnu góðan sigur á Follo, 29-23 og fóru upp fyrir Kolstad á topp deildarinnar en Kolstad eiga þó tvo leiki til góða.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 9.október:

20:30: Íslendingaliðin með jafntefli og tap í Svíþjóð

Tvö Íslendingalið áttu leik í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni en Karlskrona mætti í heimsókn til Malmö og gerðu jafntefli en þeir voru yfir lungann af leiknum, 32-32 varð lokastaðan. Arnór Viðarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum, gaf eina stoðsendingu og fékk eina brottvísun.

Í hinum leik kvöldsins tapaði Amo með minnsta mun fyrir Guif, 30-31 en sigurmarkið kom á seinustu sekúndu leiksins. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum, gaf eina stoðsendingu og fékk eina brottvísun.

Erlendar fréttir: Miðvikudaginn 8.október:

22:00: Óðinn Þór markahæstur

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen með sex mörk úr átta skotum í níu marka sigri liðsins á Amicitia Zurich 35-26 á heimavelli í svissnesku úrvalsdeildinni.

15:30: Fredrik Simak frá Lemgo til meistaranna

Þjóðverjinn, Fredrik Simak gengur í raðir Fuchse Berlín frá Lemgo næsta sumar.

Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 7.október:

20:15: Skara með annan sigur í röð

Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni kvennamegin í kvöld en meistararnir í Skara unnu Höörs HK á heimavelli, 28-22. Aldís Ásta Heimisdóttir átti erfitt uppdráttar í kvöld en hún skoraði eitt mark úr sex skotum og bætti við þremur stoðsendingum. Lena Margrét Valdimarsdóttir komst ekki á blað

20:10: Jafntefli í leik dagsins í Danmörku - Jóhannes Berg með flottan leik

Það fór einn leikur fram í Danmörku í kvöld þegar Fredericia tók á móti TTH Holstebro. Lærisveinar Arnórs Atlasonar sóttu stig til Fredericia en leiknum lauk 31-31. Jóhannes Berg Andrason skoraði fjögur mörk úr fimm skotum og bætti við fimm stoðsendingum.

Erlendar fréttir: Mánudaginn 6.október:

21:15: Kristianstad með stórsigur í sænsku deildinni - Einar Bragi maður leiksins

Einar Bragi Aðalsteinsson átti frábæran leik í liði heimamanna í Kristianstad þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Skövde. Einar Bragi skoraði sex mörk úr átta skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Liðið sigraði Skövde, 36-24 og er ennþá taplaust eftir fimm leiki í deildinni, fjóra sigra og eitt jafntefli.

Erlendar fréttir: Sunnudaginn 5.október:

22:00: Hákon Daði markahæstur

Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hagen í þriggja marka sigri liðsins gegn Essen 39-26 í þýsku B-deildinni. Hákon Daði skoraði átta mörk í leiknum.

18:30: Bjarki Már skoraði átta

Bjarki Már Elísson átti góðan leik í stórsigri Veszprém á Budai Farkasök, 45-26 í Ungverjalandi í dag. Bjarki Már skoraði átta mörk í leiknum.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 4.október:

22:22: Elín Klara markahæst í Evrópukeppninni

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Savehof sem hafði betur gegn Benfica í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Elín Klara skoraði sjö mörk í 29-27 sigri Savehof sem eru þar með komnar áfram í 2.umferð keppninnar.

22:20: Elmar Erlings skoraði tvö

Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen töpuðu gegn Balingen í dag í þýsku B-deildinni. Þeir töpuðu með 12 marka mun 35-23. Elmar skoraði tvö mörk í leiknum.

Nordhorn-Lingen er í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki.

21:30: Sveinn Jóhanns og félagar töpuðu

Chambery tapaði á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld 33-39 en Chambery er einungis með þrjú stig að loknum fimm leikjum á tímabilinu. Sveinn skoraði ekki í leiknum.

21:20: Þorsteinn Gauti skoraði fimm mörk

Porto hafði betur gegn Povoa á útivelli í úrvalsdeildinni í Portúgal í kvöld 35-26. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti flottan leik fyrir Porto og skoraði fimm mörk í leiknum.

Porto hefur farið vel af stað í deildinni og er með fimm sigra úr fyrstu sex leikjunum.

17:30: Íslensku stelpurnar í Blomberg með sigur

Íslendinga lið Blomberg Lippe unnu sterkan sigur á Zwickau í þýsku bundesligunni í dag. Andrea Jacobsen skoraði 6 mörk, Díana Dögg skoraði 2 mörk og Elín Rósa skoraði einnig 2 mörk.

17:30: Tjörvi Týr og félagar með tap

Tjörvi Týr og félagar í Oppenweiler töpuðu með 5 marka mun gegn Dormagen í þýsku 1.deildinni. Tjörvi Týr skoraði 1 mark.

15:00: Pick Szeged með óvænt jafntefli

Pick Szeged gerði óvænt jafntefli í dag gegn Csurgó í Ungversku deildinni 25-25. Janus Daði var ekki í leikmannahópi Pick Szeged vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum.

15:00: Stiven og félagar með sigur af tæpasta vaði

Stiven Tobar leikmaður Benfica og félagar hans unnu dramatískan eins marks sigur á liði Vitoria SC 31-32. Engin tölfræði er af leiknum eins og er.

15:00: Viktor Gísli og félagar í Barca með sigur

Viktor Gísli og félagar í Barca unnu í dag 11 marka sigur á liði Cangas í spænsku deildinni. Engin tölfræði er af leiknum eins og er.

14:50: Skara úr leik þrátt fyrir sigur í dag

Sænsku meistararnir í Skara féllu í dag úr leik í Evrópudeild kvenna þrátt fyrir sigur á Molde á heimavelli, 27-26. Þær féllu úr leik eftir tap samanlagt, 51-53. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark úr eina skotinu sínu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top