Dánjal Ragnarsson (Sævar Jónasson)
Víkingar fengu Framara í heimsókn í kvöld í Safamýri í 16 liða úrslitum í Powerade bikarnum. Úr varð algjör háspennuleikur. Víkingar voru lengi vel yfir í fyrri hálfleik og höfðu óvænt yfirhöndina þegar gengið var til búningsherbergja 17-14. Framarar náðu fljótlega að jafna metin í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en þegar 9 mínútur lifðu leiks að Framarar náðu 3 marka forskoti. Víkingar neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn þegar 30 sekúndur voru eftir og Framarar náðu ekki að skora sigurmarkið. Því var framlengt. Og svo var framlengt aftur. Framarar sýndu mikil klókindi og reynslu og náðu á endanum að sigra leikinn 39-41. Eru þar af leiðandi komnir áfram í 8 liða úrslit Powerade bikarsins og eru bara einum sigurleik frá því að komast í Final 4.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.