Valur tók toppliðið í kennslustund
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll Gústavsson (Sævar Jónasson)

{HomeTeamName} og {AwayTeamName} áttust við í {TourName} og unnu heimamenn örugglega tíu marka sigur 35-25.

Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið þar sem markverðirnir, Björgvin Páll og Sigurjón Bragi, fóru fyrir sínum liðum en eftir það tóku Valsmenn frumkvæðið. Góður varnarleikur Valsmanna og hröð upphlaup voru undirstaðan í því að heimamenn tóku forystuna og leiddu með fimm mörkum í hálfleik 16-11.

Valur hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og hélt áfram að bæta í forystuna jafnt og þétt með framlagi úr mörgum áttum og gladdi Björvin Páll marksmannsþjálfarann sinn og afmælisbarn dagsins Jóhann Inga Guðmundsson með 17 boltum vörðum. Afturelding komst aldrei inní leikinn í seinni hálfleiknum og voru ekki líklegir til þess að valda heimamönnum einhverjum vandræðum.

Sterkur sigur hjá Valsmönnum sem minna á sig eftir erfiðar vikur og Afturelding teknir niður á jörðina eftir frábæra byrjun á mótinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top