Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði 8 mörk (Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Fjölnismenn tóku á móti Vestmannaeyingum í Grafarvoginum í dag í 6.umferð Grill 66 deildar karla. Fjölnir hafði undirtökin allan leikinn og voru komnir með 5 marka forystu eftir um 10 mínútna leik. Þeir héldu því forskoti út fyrri hálfleikinn og leiddu með 6 mörkum í hálfleik 19-13. Fjölnismenn tóku fótinn ekki af bensíngjöfinni í síðari hálfleik og náðu með 9 marka forskoti 29-20. HBH menn náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin og lokatölur urðu 37-30 Með sigrinum náðu Fjölnismenn að spyrna sér frá neðri hluta deildinnar upp í 7.sæti með 5 stig. HBH sitja í 11. sæti deildarinnar með 2 stig. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson og Þorleifur Rafn Aðalsteinsson voru markahæsti Fjölnismanna með 8 mörk í dag meðan Hinrik Hugi Heiðarsson og Heimir Halldór Sigurjónsson skoruðu 5 mörk fyrir HBH.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.