Grill66 karla: Grótta heldur í við toppliðin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Giorgi Dikhaminjia (Egill Bjarni Friðjónsson)

Fyrsti leikur dagsins í Grill 66 deild karla var að klárast. Það voru Valur 2 sem gengur Gróttu í heimsókn til sín á Hlíðarenda.

Valsmenn byrjuðu leikinn miklu betur og komust 5-2 eftir um 5 mínútna leik og var Jens Sigurðarson í miklum ham í upphafi leiks í marki Valsmanna.

Valur héldu undirtökunum áfram út fyrri hálfleikinn og leiddu með 2 mörkum í hálfleik en staðan var 16-14 þeim í vil.

Það sama var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks en eftir um 40 mínútna leik þá náðu Gróttumenn loksins undirtökunum í leiknum og komust yfir 20-21.

Þeir héldu frumkvæðinu út leikinn og unnu að lokum eins marks sigur 28-29 en sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna þar sem Valsmenn skoruðu 2 síðustu mörkin undir lok leiksins.

Með sigrinum eru Grótta komnir með 10 stig eins og Fram 2 á toppi deildinnar en Grótta hefur leikið einum leik meira, Fram 2 leikur gegn Víking í toppslag deildinnar síðar í dag.

Sigurður Atli Ragnarsson og Logi Finnsson skoruðu báðir 7 mörk í dag fyrir Val 2. Antoine Óskar Pantano var markahæstur hjá Gróttu með 6 mörk.

Jens Sigurðarson varði 18 skot í marki Vals 2 og Hannes Pétur Hauksson varði 10 skot í marki Gróttu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top