43 ára tekur skóna af hillunni og bjargar sænsku meisturunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kim Andersson (Bo Amstrup / Ritzau Scanpix / AFP)

Sænska vinstri handar skyttan, Kim Andersson sem lagði handboltaskóla á hilluna eftir að félag hans, Ystads IF tryggðu sér sænska meistaratitilinn á síðustu leiktíð hefur nú tekið skóna af hillunni.

Mikil meiðslavandræði er í herbúðum Ystads sem eru í brasi heimafyrir og hafa tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa hafið tímabilið á tveimur sigurleikjum.

Kim Andersson sem lék á sínum tíma 240 landsleiki fyrir Svíþjóð er væntanlegur í leikmannahópi Ystads gegn Hallby í dag í 6.umferð sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að Gustav Näslund meiddist á hné.

Það er Handbollnyheter sem greinir frá á samfélagsmiðlinum X.

Kim Andersson lauk ferli sínum í sumar og gerðist aðstoðarþjálfari liðsins en nú er gert ráð fyrir þvi að hann leiki með liðinu tímabundið á meðan liðið gengur í gegnum meiðslavandræði.

Félagið hefur kosið að sækja sér ekki nýja hægri skyttu þar sem meiðsli Näslunds eru ekki talin alvarleg.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top