Benedikt Gunnar Óskarsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)
Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Kolstad í Noregi var í afar skemmtilegu viðtali á heimasíðu félagsins í vikunni þar sem hann var spurður út í hitt og þetta. Meðal annars var hann spurður út í golfáhuga sinn, metnað sinn í handboltanum og hárgreiðsluna sem hann skartaði á síðustu leiktíð. Fréttaritari heimasíðu Kolstad spurði Benedikt að því hvort hann væri að stunda golf eins og næstum allir handboltamenn gera. „Já, ég geri það. Arnór hefur líka byrjað, en er ekki með forgjöf ennþá. Ég er með 16,5 í forgjöf." Næst var Benni, spurður út í metnað sinn sem handboltamaður og hver framtíðarplön hans væru. ,,Það er að spila fyrir landsliðið. Á síðasta tímabili fékk ég tvo landsleiki og skoraði líka mitt fyrsta landsliðsmark. Það var gaman og á sama tíma fékk ég líka að að spila með Arnóri. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri.“ Að lokum var Benedikt spurður að því hvenær stuðningsmenn Kolstad fengju að sjá hann aftur með þetta fallega hvíta hár líkt og á síðustu leiktíð. ,,Sérðu ekki að ég er með nýja „klippingu“ núna?“ spurði Benedikt sem var spurður að því hvort hann myndi mæta til leiks með hvítt hár í leiknum gegn Álaborg sem fram fór í vikunni. „Nei, ekki alveg strax, en það kemur. Ég verð að vera fara til Íslands áður en það gerist. Fyrrum liðsfélagi minn hjá Val er hárgreiðslumaður, hann getur sennilega reddað þessu,” sagði Benedikt að lokum sem á þá við, Úlfar Pál Monsa Þórðarson leikmann Alkaloid í dag. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni af þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.