Varaforseti EHF handtekinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Predrag Boskovic ((Skjáskot/Youtube)

Predrag Boskovic varaforseti Handknattleikssambands Evrópu var handtekinn í upphafi vikunnar og yfirheyrður af lögreglunni í heimalandinu hans, Svartfjallalandi.

Það var vefsíðan handbolti.is sem greindi frá málinu fyrr í vikunni.

Lögregluyfirvöld í Svartfjallalandi gruna að Boskovic tengdist glæpasamtökum í heimalandinu. Boskovic hefur verið látinn laus eftir yfirheyrslur en rannsókn á málinu stendur enn yfir.

Boskovic er annar varaforseti Handknattleikssambands Evrópu og hann á einnig sæti í framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins.

Boskovic var var forseti handknattleikssambands Svartfjallalands frá 2011 til 2016 en hann á einnig mikla stjórnmálasögu í heimalandinu og var til að mynda varnarmálaráðherra frá 2016 til 2020.

Í tilkynningu frá EHF segir að þetta muni ekki hafa áhrif á störf hans innan sambandins en þeir munu fylgjast náðir með rannsókn málsins

Samkvæmt nýjustu fregnum mun rannsókn standa yfir næstu vikurnar og hefur lögreglan beðið Boskovic um að láta vita af sér hjá lögreglunni meðan rannsókn stendur yfir.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top