Sluppu átta KA menn með skrekkinn?
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Logi Gautason ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Leikur Fram og KA fór fram í Úlfarsársdalnum í gær og lauk með sigri KA manna 28-32 eftir að þeir leiddu allan leikinn.

Undir lok leiksins voru Frammarar að hóta því að jafna leikinn og minnka muninn í 28-30 þegar um 50 sekúndur eru eftir af leiknum.

KA menn taka þá upp á því að setja 8 leikmenn inná án þess að dómarar og eftirlitsmenn tækju eftir.

Daði Jónsson leikmaður KA kemur útaf eftir að hafa staðið vörnina og Magnús Dagur Jónatansson og Logi Gautason leikmenn KA fara báðir inná völlinn án þess að nokkuð var dæmt. Daníel Matthíasson áttar sig svo á stöðunni og laumar sér útaf án þess að nokkur taki eftir. Atvikið má sjá hér að neðan

Lokamínútan hefði eflaust orðið töluvert áhugaverðari hefðu dómarar og eftirlitsmenn leiksins séð þetta.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top