Lasse Møller frábær í sigri á Kiel
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Lasse Möller leikmaður Flensburg ((Photo by Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Í dag fóru fram tveir leikir í 8.umferð þýsku Bundesligunnar þar sem spennan var mikil og úrslitin afar spennandi.

Fyrri leikur dagsins fór fram þegar að Flensburg tók á móti Kiel. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur, Bæði lið skiptust á að halda forystu en Kiel voru reyndust betri undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þeir með 2 mörkum. Seinni hálfleikur var allt öðruvísi, Flensburg byrjuðu af miklum krafti og voru á tímapunkti komnir 6 mörkum yfir. Kiel náði að minnka muninn en enduðu á því að tapa með 2 marka mun 36-34. Atkvæðamesti maður vallarins var Lasse Møller í liði Flensburg með 10 mörk úr 10 skotum og eina stoðsendingu.

Seinni leikur dagsins fór fram í Hannover þegar að Hannover Burgdorf buðu Eisenach í heimsókn. Eisenach byrjuðu af krafti og voru komnir í 2 marka forystu þegar að Hannover stigu á bensíngjöfina og náðu að koma sér í 3 marka forskot í hálfleik. Í seinni hálfleik reyndu Eisenache að ná tilbaka forystunni og voru búnir að minnka muninn í 1 mark en þá kom góður kafli Hannover sem kláraði endanlega leikinn og sigruðu Hannover með 2 mörkum 32-30. Atkvæðamesti maður vallarins var Marius Steinhauser í liði Hannover með 13 mörk.

Úrslit dagsins:

Flensburg-Kiel 36-34

Hannover-Eisenach 32-30

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top