Norðurlöndin: Kolstad aftur á toppinn
Julien Kammerer / AFP)

Sigvaldi var flottur í liði Kolstad í dag (Julien Kammerer / AFP)

Það var Íslendingaslagur í Noregi í dag þegar Kolstad mætti í heimsókn til Arendal. Að auki var eitt annað Íslendingalið í eldlínunni í Noregi í dag og eitt Íslendingalið átti leik í Danmörku.

Kolstad voru einfaldlega of sterkir fyrir heimamenn í Arendal en þeir fóru á kostum og skoruðu heil 42 mörk, lokastaðan 30-42. Þar með hafa þeir unnið alla sex leiki sína og hafa farið aftur á topp deildarinnar. Dagur Gautason skoraði sex mörk úr átta skotum og bætti við einni stoðsendingu fyrir Arendal. Hjá gestunum var Sigvaldi Björn Guðjónsson frábær en hann skoraði úr öllum sex skotum sínum. Benedikt Gunnar Óskarsson nýtti einnig öll skotin sín en hann skoraði fjögur mörk og bætti við tveimur stoðsendingum og Sigurjón Guðmundsson fékk tækifæri í marki liðsins en hann varði tvö skot af þeim níu sem hann fékk á sig eða 22% markvarsla. Arnór Snær Óskarsson var ekki með liðinu í dag.

Hitt Íslendingaliðið sem átti leik í Noregi voru Drammen sem mættu Kristiansand á útivelli, þeir áttu erfitt uppdráttar en Kristiansand unnu góðan sigur, 35-30. Ísak Steinsson átti vondan dag í marki Drammen en hann varði aðeins tvö skot af þeim tuttugu sem hann fékk á sig eða 10% markvarsla.

Í Danmörku tóku Ribe-Esbjerg á móti GOG og úr varð hörkuleikur! Lokatölur urðu 24-24 en gestirnir jöfnuðu leikinn þegar 50 sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum, bætti við þremur stoðsendingum og var að auki vikið af velli einu sinni.

Úrslit dagsins:

Arendal 30-42 Kolstad

Kristiansand 35-30 Drammen

Ribe-Esbjerg 24-24 GOG

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top