Minden fengu skell frá þýskalandsmeisturunum
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Gísli Þorgeir ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýska bundesligan var á flugi í dag þegar að fimm leikir voru á dagskrá, Sex íslendingar voru í eldlínunni í dag og var einn íslendingaslagur.

Fyrsti leikur dagsins fór fram þegar að Magdeburg tóku á móti Arnóri Þór og lærisveinum hans í Bergischer. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og leiddu heimamenn einungis með 3 mörkum. Heimamenn stigu á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu 9 marka sigur 39-30. Elvar Örn skoraði 7 mörk, Ómar Ingi með 7 mörk og 5 stoðsendingar, Gísli Þorgeir skoraði 1 mark en lagði upp 7 mörk.

Seinni leikur dagsins fór fram í Berlínarborg þegar að þýskalandsmeistararnir í Füchse Berlin tóku á móti nýliðum Minden. Brekkan var brött fyrir lið Minden þar sem þeir voru 9 mörkum undir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik rúlluðu Berlin yfir Minden og unnu loks 15 marka sigur 42-27. Atkvæðamesti maður vallarins var Mathias Gidsel í liði Berlin með 10 mörk og gaf 3 stoðsendingar.

Í þriðja leik dagsins tók Lemgo á móti liði Stuttgart. Lemgo byrjaði af miklum krafti og leiddu í hálfleik 17-14. Í seinni hálfleik héldu Lemgo forystunni og unnu loks 2 marka sigur 32-30. Atkvæðamesti maður vallarins var Tim Suton í liði Lemgo með 12 mörk og gaf 2 stoðsendingar.

Fjórði leikur dagsins fór fram í Göppingen þegar að Íslendingaslagur átti sér stað. Ýmir Örn og félagar í Göppingen tóku á móti Lærisveinum Guðjóns Vals í Gummersbach þar sem Elliði Snær og Teitur Örn leika. Gummersbach léku af krafti allan leikinn og voru yfir með 7 mörkum í fyrri hálfleik. Gummersbach unnu leikinn með 12 mörkum 24-36. Elliði Snær skoraði 5 mörk og gaf eina stoðsendingu, Ýmir Örn skoraði 1 mark og Teitur Örn skoraði 2 mörk.

Síðasti leikur dagsins fór fram í Wezlar bæ þegar að Wetzlar tók á mót Einari Þorsteini og liðsfélögum í Hamburg. Leikurinn var járn í járn í fyrri hálfleik þegar að staðan var 14-14 og stefndi leikurinn í að vera jafn. En Hamburg spiluði miklu betur en Wetzlar og unnu 10 marka sigur 25-35. Einar Þorsteinn komst ekki á blað en stal boltanum einu sinni. Atkvæðamesti maður vallarins var Nicolaj Jorgensen í liði Hamburg með 8 mörk.

Úrslit dagsins:

Magdeburg-Bergischer 39-30

Füchse Berlin-Minden 42-27

Lemgo-Stuttgart 32-30

Göppingen-Gummersbach 24-36

Wetzlar-Hamburg 25-35

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top