Loks unnu FH-ingar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hannes Höskuldsson (Sigurður Ástgeirsson)

7. umferðin í Olís-deild karla hófst í kvöld á Selfossi þegar heimamenn tóku á móti deildarmeisturum FH Eftir að Selfoss komust 5-3 yfir í byrjun leiks sneru FH-ingar blaðinu við og skoruð fjögur mörk í röð og komust í 5-7. Staðan í hálfleik var 11-14 FH í vil.

FH var einum til tveimur mörkum yfir lengi vel í seinni hálfleik eða allt þar til í stöðunni 17-19 þá skoruðu FH-ingar tvö mörk í röð og komust í 17-21.

Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu og fór Carlos Martin Santos í 7 á 6 en það gekk ekki eins og til ætlaðist og komst FH sjö mörkum yfir í stöðunni 20-27. Lokatölur 28-33 FH-ingum í vil.

Hannes Höskuldsson var markahæstur á vellinum með ellefu mörk fyrir Selfoss og Hákon Garri Gestsson skoraði sex mörk fyrir Selfoss.

Símon Michael Guðjónsson var markahæstur í liði FH með átta mörk og Garðar Ingi Sindrason skoraði sjö mörk og Bjarki Jóhannsson skoraði sex.

Jón Þórarinn Þorsteinsson varði sjö skot og Daníel Freyr Andrésson fjögur.

Hjá Selfossi var Alexander Hrafnkelsson með sex varða bolta.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top