Olís karla: Haukar tylltu sér á toppinn
(Kristinn Steinn Traustason)

Ísak Logi Einarsson (Sævar Jónasson)

Lokaleikur kvölsins fór fram á Ásvöllum þar sem Haukar fengu Stjörnuna í heimsókn.

Aron Rafn Eðvarðsson var mættur aftur í leikmannahóp Hauka fyrir leik kvöldsins en hjá Stjörnunni vantaði Hans Jörgen Ólafsson sem spilaði virkilega vel í síðasta leik.

Haukar tóku strax frumkvæðið í leikum og voru komnir með 4 marka forystu eftir um 10 mínútna leik og bættu jafnt og þétt við forskotið þar sem eftir lifði hálfleiks og leiddu í hálfleik 17-11.

Stjarnan náði aðeins að minnka muninn í síðari hálfleik en náðu aldrei að hleypa neinni spennu í leikinn og unnu Haukar leikinn nokkuð þægilega 30-26.

Haukar eru því komnir á topp deildinnar þar sem þeir hafa leikið einum leik meira en Afturelding sem á leik til góða á laugardaginn gegn ÍBV.

Freyr Aronsson var markahæstur Haukamanna í kvöld með 6 mörk og Daníel Karl Gunnarsson skoraði einnig 6 mörk fyrir Stjörnuna sem sitja í 5 sæti deildinnar með 7 stig.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top