Einar Birgir Stefánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
7.umferð Olís deildar karla hélt áfram í dag þegar KA fengu Valsmenn í heimsókn til sín fyrir norðan. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en voru Valsmenn þó alltaf með undirtökin. Það dró heldur betur til tíðinda á 21. mínútu leiksins þegar Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals fékk beint rautt spjald. Staðan í hálfleik var 17-17 og gekk markvörðum liðanna illa að finna sig í kvöld. Síðari hálfleik byrjaður keimlíkt þeim fyrri og höfðu Valsmenn frumkvæðið á fyrstu mínútunum en í stöðunni 19-19 slitu KA-menn sig frá og náðu náðu þriggja marka forskoti. Þeir héldu því út allan leikinn og bættu jafnt og þétt í og urðu lokatölur 33-28. Giorgi Arvelodi Dikhaminjia hægri hornamaður KA fór á kostum í kvöld og skoraði 12 mörk úr 13 skotum framhjá markvörðum Vals sem áttu engin svör við honum. KA fór þar með upp fyrir Val og er komið með 10 stig í deildinni meðan Valsmenn eru með 8 stig. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.