Miklir yfirburðir í fyrsta sigri Fram í rúmlega mánuð
Kristinn Steinn Traustason)

Arnór Máni Daðason (Kristinn Steinn Traustason)

Fram unnu lífsnauðsynlegan sigur á ÍR í næst síðasta leik 7.umferðar Olís-deildar karla á heimavelli í kvöld, 37-33 en liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og var meðal annars tíu mörkum yfir þegar tíu mínútur lifðu leiks en ÍR-ingar minnkuðu muninn undir lok leiks.

Fram var tíu mörkum yfir í hálfleik 20-10 en tólf leikmenn Fram skoruðu í fyrri hálfleik og var Einar Jónsson þjálfari Fram að rótera mikið á liðinu enda liðið í miðri Evrópudeildar törn.

Þeta er fyrsti sigur Íslands- og bikarmeistara Fram frá því í 2.umferðinni er liðið vann Þór á heimavelli. Eftir fjóra tapleiki hefur liðið fundið lyktina af sigri á ný og fara upp í 7.sæti deildarinnar með sigrinum.

ÍR situr hinsvegar sem fastast á botni deildarinnar með einungis eitt stig.

Arnór Máni Daðason fór á kostum í marki Fram í kvöld og varði 22 skot eða 42% markvörslu. Ívar Logi Styrmisson nýtti öll átta skot sín í leiknum og þá skoraði Arnar Snær Magnússon sex mörk fyrir Fram.

Hjá ÍR var Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason markahæstir með átta mörk en báðir áttu þeir erfitt uppdráttar og þurftu þeir 33 skot til að skora þessi 15 mörk. Þá skoraði Baldur Fritz fjögur af þessum mörkum af vítalínunni og þrjú þeirra komu undir lok leiks.

Ólafur Rafn Gíslason var með 11 varin skot og Alexander Ásgrimsson 2.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top