Liðsmenn Hvíta Riddarans fara í Herjólf heim á leið með 2 stig

GOG Handbold (Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

HBH fengu Hvíta Riddarann úr Mosfellsbæ í heimsókn í dag á Eyjuna fögru í leik í Grill 66 deild karla.

Hvíti Riddarinn byrjaði leikinn ögn betur. Þeir voru yfir allan fyrri hálfleikinn að mestu en undir lok hálfleiksins sigu HBH aðeins fram úr og HBH voru yfir í hálfleik 11-10.

Í seinni hálfleik stiga ungliðarnir úr Mosfellsbæ aðeins á bensíngjöfina, gáfu í og sigldu fram úr. Lokatölur 20-25.

Sanngjarn sigur hjá Hvíta Riddaranum. Þeir einfaldlega sýndu meiri styrk í seinni hálfleik.

Hjá ÍBV var Ívar Bessi Viðarsson markahæstur með 9 mörk. Gabríel Ari klukkaði 8 bolta.

Hjá Hvíta Riddaranum var Aron Valur Gunnlaugsson markahæstur með 6 mörk. Eyþór Einars varði 9 skot.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top