Guðjón Sigurðsson (Kristinn Steinn Traustason)
Ótrúlegt atvik endurtók sig í sigri KA á Fram í 6.umferð Olís-deildar karla á föstudagskvöldið þegar KA var tvívegis með átta leikmenn inná vellinum án þess að vera refsað fyrir. KA menn gerðu sér meiri segja lítið fyrir og skoruðu með átta menn inná vellinum í fyrri hálfleik. Í nýjasta þætti Handkastsins ræddu þeir Stymmi klippari og Benedikt Grétarsson um atvikin og Stymmi klippari spurði einfaldlega til hvers eftirlitsmenn séu á leikjum ef þeir geta ekki einu sinni fylgst með fjölda leikmanna inn á vellinum. ,,Andri Snær og félagar fyrir norðan hafa greinilega masterað þessa tækni,” sagði Stymmi klippari og fór síðan yfir seinni atvikið sem gerðust tæplega mínútu fyrir leikslok. ,,Það sem hefði síðan getað orðið vendipunktur í þessum leik er þegar Fram minnkar muninn i tvö mörk 28-30 og tæplega mínúta eftir. Þá verða KA-menn aftur átta inná vellinum. Ef Guðjón L. Sigurðsson eftirlitsmaður leiksins hefði séð þetta þá hefði KA misst boltann og orðið manni færri, samkvæmt reglubókinni,” sagði Stymmi klippari. Fyrr í leiknum hafði Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fyrir KA úr vítakasti á meðan sjö samherjar hans voru fyrir aftan miðju. ,,Það er glatað að vera rændir þessu tækifæri, loksins þegar það er eftirlitsmaður sem er greinilega ekki skylda. Til hvers eru þeir þarna? Hvert er hlutverk þeirra? Ég í alvörunni spyr. " ,,Ég veit að það er mikið að gerast og margir inná. En að missa af þessu tvívegis í sama leiknum. Jafn reynslu mikill maður og Guðjón L. Sigurðsson er,” bætti Stymmi klippari við áður en Benedikt Grétarsson tók til máls.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.