Gústi Jó er ekkert hoppandi kátur að vera fá KA á þessum tímapunkti
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Jóhannsson (Sævar Jónasson)

7.umferðin í Olís-deild karla heldur áfram í kvöld með þremur leikjum en fyrsti leikur kvöldsins fer fram í KA-heimilinu þegar KA tekur á móti Val.

Dagur Árni Heimisson að snúa til baka á sinn gamla heimavöll en bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferðinni. Valur vann Aftureldingu á meðan KA unnu Íslands- og bikarmeistara Fram í Úlfarsárdalnum.

Rætt var um komandi leik í nýjasta þætti Handkastsins.

,,Ég held að það sé góð stemning í bæði hjá KA og hjá Þór. KA hefur byrjað tímabilið mjög vel og væru með heimavallarétt ef flautað yrði til leiksloka í deildinni akkúrat núna, það er hinsvegar nóg eftir,” sagði Stymmi klippari og hélt áfram:

,,Valsarar hafa verið laskaðir en áttu hörkuleik gegn Aftureldingu í síðustu umferð. Ég held að Gústi Jó. sé ekkert hoppandi kátur að vera fá KA á þessum tímapunkti fyrir norðan.”

Benedikt Grétarsson var gestur í þættinum og hann gerir ráð fyrir hörkuleik.

,,KA er með mjög spennandi lið en ég held að Valur vinni þennan leik, miðað við það sem ég sá af þeim í síðasta leik. Ég held að Valur geti alltaf dregið fram frammistöðu úr Bjögga (Björgvini Pál Gústavssyni) í svona leik.”

,,Þetta verður geggjaður handboltaleikur. Valur er ekkert að fara labba auðveldlega frá þessum leik,” sagði Benedikt Grétarsson að lokum.

Leikir kvöldsins:
18:30 KA - Valur
19:00 Þór - HK
19:30 Haukar - Stjarnan

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top